Helstu útfærsluatriði


Hraðallinn er fyrir þá sem vilja stofna fyrirtæki, en líka þá sem eru í rekstri og vilja endurskipuleggja, afla nýrra viðskiptavina, gera fjárfestakynningar og styrkumsóknir.

Við hittumst 8 sinnum á skipulögðum fundum yfir tveggja mánaða tímabil, yfirleitt 2 klst í senn (dagskrá neðar). Lágmark 8 og hámark 18 teymi geta tekið þátt en hvert teymi getur verið 1-5 einstaklingar. Kennt er í fjarkennslu á Teachable með live tengingu í Zoom.

Innifalið í þátttöku er aðgangur að netnámskeiði Senza í Rannís skrifum á meðan á hraðlinum stendur (verðmæti kr. 59.900).

Verð:

Heildarverð hraðalsins er kr. 79.900.

  • Staðfestingargjald: kr. 20.000 greiðist við skráningu.
  • Eftirstöðvar: kr. 59.900 greiðist þegar lágmarksfjöldi þátttakenda hefur náðst.

Opið er fyrir skráningu í næsta hraðal sem fer fram 5.sept - 5.nov 2025.

Þú skráir þig með því að millifæra kr. 20.000 á reikning: 0301 26 50091, kt: 500907-2070.
Endurgreitt að fullu ef ekki næst lágmarksfjöldi 8 þátttakendur.
Hringdu eða sendu póst ef þú hefur spurningar: [email protected], s. 581 2500

Námsstyrkir:

Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af netnámskeiðum.
Dæmi um slíkt hjá VR: Smelltu hér.

Vinnumálastofnun veitir einnig námsstyrk allt að kr. 80.000 á ári: Sjá nánar.

Loks geta fyrirtæki sótt um fræðslustyrk hjá Áttinni að uppfylltum skilyrðum: Sjá nánar.

Hvað er gert í hraðlinum


Hraðallinn samanstendur af 6 fyrirlestratímum Senza þar sem þú lærir að ramma inn viðskipta- og fjárhagsáætlun þína, móta stefnu, gera fjárfestakynningaræfa framsögu og skrifa styrkumsókn ef það á við, auk þess sem farið er yfir helstu atriði við stofnun og rekstur sprotafyrirtækja á Íslandi. Fyrirlestrarnir gætu verið teknir upp til notkunar í seinni hröðlum.

Samhliða fyrirlestrunum og í anda LEAN aðferðafræðinnar ferð þú út úr húsi að hitta mögulega framtíðarnotendur vöru þinnar eða þjónustu og taka notendaviðtöl, eða byrja að selja ef það á við. Þú horfir jafnfóðum á stutt myndskeið frá Steve Blank eins af höfundum LEAN aðferðafræðinnar þar sem ferlið er útskýrt, og fyllir svo út stöðuskýrslu á netinu um hvernig gekk.

Í hraðlinum munt þú halda lyfturæðufjárfestakynningu og tvær munnlegar stöðuskýrslur fyrir hópinn, en það að kynna hugmyndina þína og fá uppbyggilega endurgjöf er einn mikilvægasti þátturinn þegar nýtt viðskiptamódel er þróað.


Fyrirtæki sem hafa útskrifast


Frá vori 2021 hefur Senza í 32 skipti haldið sambærilegan 2ja mánaða viðskiptahraðal, fyrir og í góðri samvinnu við Vinnumálastofnun, undir nöfnunum Frumkvæði og Initiative.

Á þessum fjórum árum hafa 352 teymi eða frumkvöðlar útskrifast og okkur telst til að um 117 fyrirtæki séu enn í blómlegum rekstri eða rúmlega þriðjungur.

Þetta eru fyrirtæki eins og: Birtingarþjónusta, hundasnyrtistofa, ísbúð, gróðurhús, saumastofa, iðjuþjálfun, ferðaþjónusta, svepparæktun, listasmiðja, sérhæfð barnaleikföng, vetnisframleiðsla, sælgætisframleiðsla, markþjálfun, líkamsræktarstöð, ullarsmiðja, asísk matvörubúð, dansstúdíó, naglastofa, markaðsráðgjöf, matarvagn, spa, vistvæn duftker, fatahönnun, gullsmiðja, ræktun iðnaðarhamps, rafeldsneyti, kvikmyndafyrirtæki, grasalækningar og föt fyrir veiðimenn.

Senza hefur einnig kennt, leitt og hannað svipaðar fyrirtækjasmiðjur hjá Atvinnumálum Kvenna (vor 2024 og 2023), Mími (vor 2024), Iðunni Fræðslusetur (2022 og 2023), Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (2021 og 2022) og SSNV og Vestfjarðarstofu (2021). 

Leiðbeinandi: Einar Sigvaldason

MBA frá UC Berkeley, viðskiptafræðingur 
og löggiltur verðbréfamiðlari frá HÍ.

Stjórnendaþjálfi og námskeiðshaldari hjá Senza.

Framkvæmdastjóri og ráðgjafi þróunarstyrkja Horizon Partners.

Stjórnendaþjálfi hjá European Innovation Council (EISMEA)


15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprota á hugbúnaðarsviði.

20 ár í nýsköpun á Íslandi og í San Francisco.


Sambærileg kennslustörf:

"Nýsköpun og viðskiptaþróun I og II" á meistarastigi í HÍ.

Kennari og umsjónarmaður Frumkvæðis VMST, nánar ofar.

Umsjónarmaður fyrirtækjasmiðju hjá Atvinnumálum Kvenna, Mími, Iðunni, MSS, SSNV og Vestfjarðarstofu.

Dagskrá fyrir september - október 2025

Vitnisburðir


Í júní 2024 var send út út könnun á alla fyrrum þátttakendur í Frumkvæði frá því Senza tók við umsjón vorið 2021, og fengust 53 svör.

Þar kemur m.a. fram að 48 af 53 eða 91% segjast vera mjög ánægð eða ánægð með leiðbeinanda námskeiðsins (Einar).

Þegar þau voru spurð „Hvað var gagnlegast fyrir þig af efni eða nálgun námskeiðsins“ sögðu þau meðal annars:

„Einar stendur sig mjög vel í að vera ráðgjafi og svarar vel öllu fyrirspurnum, hann einn og sér stendur fyrir fræðslugildi námskeiðsins.“

„Fræðslan frá Einari var framúrskarandi og mjög gagnleg“.

„Allt frá Senza, mjög hálplegt efni“.

„Allt efnið og ráðin frá Einari voru mjög fræðandi“.

„Materials from Senza and information shared between participants..“.

„The group itself and Einar's knowledge“.

„Feedbackið frá sensa leiðbeinanda á kynningum minum.“

„the Senza part, and the fact that we had to prepare business plans and present them, plus the feedback we got.“

„The invited speakers and Einar. Einar did an excellent job explaining his topics and providing guidance, good man.“

„Öll kennsla, handleiðsla og fræðsla var mjög vel sett upp. Bæði skemtileg og krefjandi. Stjórendur bæði VMST og Senza var hægt að nálgast utan kennslu ef það var eithvað sem var ekki augljóst.“ „materials from Einar“

„Bæði glærurnar sem við fengum frá Einari og myndböndin á síðu VMST“

„Ég held að ég hef lært meira á þessu eina námskeiði en öðrum sem er í boði þarna úti. Eins og námskeið hjá Akademis til að minda.“

Og við öðrum spurningum sögðu þau meðal annars:

„Mér fannst þetta bara virkilega vel gert.“

„Þið gerið þetta super vel og takk fyrir mig“

„Ekkert sem mér dettur í hug - Fannst þetta bara ótrúlega vel uppsett“

„Allt uppá 10 hjá ykkur“

„Although I was not looking for financial funding, the Senza workshop was still very helpful and motivating and talking things through with Einar and the group helped to shape & reshape my idea. Thank you for this opportunity :)“

„Það sem leiðbeinendur Senza og VMST gerðu mjög vel og getur líka verið snúið - það er að vera hvetjandi og jákvæður í garð allra þátttakenda en samt veita gagnlega endurgjöf inn í ferlið. Það tókst vel fannst mér - hrós þar.“

„Frábært tækifæri bara og ég er mjög þakklát fyrir að hafa geta látið drauminn minn rætast.“

„This was a great course. would recommend it to everyone who wants to start a business. Thank you!“

„Námskeið hjálpaði mér að koma auga á þætti sem skipta sköpum. Mér finnst ég hafa náð betur utanum heildarmynd hugmynda minna sem hefur veitt mér öryggi og vissu um gott framhald. Að auki hef ég öðlast ýmsa innsýn í viðskipti sem ég hafði ekki áður.“

„Takk fyrir mig, lærði fullt“

„Ég er ykkur virkilega þakklát fyrir þetta nám!“

Skrá mig núna!


Opið er fyrir skráningu í næsta hraðal sem fer fram 5.sept - 5.nov 2025.

Þú skráir þig með því að millifæra kr. 20.000 á reikning: 0301 26 50091, kt: 500907-2070.

Endurgreitt að fullu ef ekki næst lágmarksfjöldi 8 þátttakendur.

Hringdu eða sendu póst ef þú hefur spurningar: [email protected], s. 581 2500