Rannís skrif - netnámskeið

Helstu trix, tækni og aðferðir - skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig má svara.

NÝTT NÁMSKEIÐ: upptaka frá janúar 2024.

Lærðu að gera umsókn í Tækniþróunarsjóð sem skarar fram úr!

Umsókn tekin fyrir sem fékk Vöxt í fyrstu tilraun og A1 í einkunn:
- Nýtt sem "template", greind í smáeindir.
- Skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig má svara.
- Uppbygging, orðalag, trix og tækni byggt á áratuga reynslu.

Um er að ræða upptöku af námskeiði sem haldið var á Zoom í janúar 2024.

Næsti skilafrestur fyrir Vöxt og Sprota 15. september 2024 (líklega), styrkur allt að 50mkr yfir 2 ár.

Athugið að hér er farið yfir umsókn sem fékk Vöxt. Fyrir þá sem ætla að skrifa Sprota umsókn þá eru spurningarnar að mestu leyti þær sömu nema að Sprotaumsókn er skipt í 2 þrep, og þar eru 3 spurningar sem eru aðeins öðru vísi orðaðar en í Vexti. Í Sprota þarf heldur ekki að fylla út kaflann Innlend verðmætasköpun né skila excel skylduskjölum sem þarf í Vexti. Munurinn er útskýrður betur í kafla 3, Viðmið, í námskeiðinu.

INNIFALIÐ:

- 23 video bútar á vefsvæði Teachable, umsókn brotin niður eftir spurningum.

- Glærur úr fyrirlestri settar undir hvern videobút, til að auka lesanleika.

- Sniðmát fyrir Viljayfirlýsingar (e. letter of intent, LOI) - til niðurhals.

- Sniðmát fyrir Verkþætti, sem er svo notað til að fylla út rafræna hlutann - til niðurhals.

- Útfyllt excel skjöl, notuð með umsókn, má nota til að sjá formúlur bakvið útreikninga.

- Ef greitt er fullt verð kr. 39.900, fylgir hálftíma einkaráðgjöf með leiðbeinanda * sjá neðar.

VERÐ:

Alls kr. 39.900

- Athugið að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af netnámskeiðum.
- Hér er dæmi um slíkt hjá VR: https://tinyurl.com/y3x73hed

- Aðgangur að netnámskeiði gildir fram yfir umsóknarfrest í febrúar 2024.
- Svo aftur í mánuð fyrir næstu tvo fresti í sept 2024 og feb 2025, fyrir þá sem vilja.


Leiðbeinandi


Einar Sigvaldason
Einar Sigvaldason
  • MBA frá UC Berkeley, viðskiptafræðingur og löggiltur verðbrefamiðlari frá HÍ.
  • Stjórnendaþjálfi og námskeiðshaldari hjá www.senza.is.
  • Framkvæmdastjóri og ráðgjafi þróunarstyrkja hjá www.horizonpartners.is.
  • 15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði.
  • 20 ár í nýsköpun á Íslandi og í San Francisco.
  • Árangur í styrkjaskrifum:
    • 50% eigin fyrirtæki: 5 x Rannís styrk af 10 tilraunum.
    • 66% full umsjón: 4 fyrirtæki fengið Vöxtinn, skrifað fyrir 6.
    • 53% hlutaumsjón: 17 fyrirtæki fengið styrk, skrifað fyrir 32.
  • https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/

Námsviðmót

Í viðmótinu á Teachable eru 3ja - 15 mínútna videobútar fyrir hverja spurningu þar sem rennt er í gegnum helstu áherslur og útskýringar á glæru. Beint fyrir neðan er PDF útgáfa af glærunum fyrir allan kaflann sem má auðveldlega skrolla fram og tilbaka og zooma inn og út fyrir betri lesanleika. Á þennan hátt er öll umsóknin sundurgreind með rauðum áherslupunktum og undirstrikunum með það að markmiði að flýta fyrir, hjálpa og gefa þeim hugmyndir sem eru að skrifa sína eigin umsókn.

Sýnishorn

Sýnishorn úr kaflanum "Samantekt"


Námsskrá


  Inngangur
Available in days
days after you enroll
  Efnisyfirlit
Available in days
days after you enroll
  Helstu viðmið frá Rannís
Available in days
days after you enroll
  Heilræði
Available in days
days after you enroll
  Í hvaða röð er best að svara?
Available in days
days after you enroll
  Greining á Matsblaði
Available in days
days after you enroll

Einkaráðgjöf

Fyrir þá sem greiða fullt gjald fyrir netnámskeiðið kr. 39.900, er innifalin hálftíma einkaráðgjöf, sértækar spurningar um þína umsókn, yfirlestur eða hjálp við að endurskrifa bút úr umsókn.

Ráðgjöfin fer fram í síma, tölvupósti eða á Google Meet og stendur til boða þar til 10 dagar eru í skilafrest.

Einnig er í boði gegn gjaldi almenn aðstoð við styrkaskrif, sjá nánar https://www.senza.is/styrkjaskrif.

- Hafið samband við Einar í s. 581 2500 eða einar hjá senza.is.

Vitnisburðir

"Einar kom með fersk viðhorf og sjónarhorn inn í umsókn okkar um "Sjálfvirknivæðingu í veikleika og áhættustjórnun" hjá Tækniþróunarsjóði. Einar leiddi vinnu við umsóknarskrifin og hnýtti saman umsókn sem hlaut brautargeng hjá sjóðnum. Einar vann hratt og örugglega. Við mælum með ráðgjöf Einars og hyggjumst nýta sérþekkingu hans á þessu sviði áfram í framtíðinni."

Gunnar Leo Gunnarsson / Nanitor ehf.
"Sjálfvirknivæðing í veikleika- og áhættustjórnun" - fengu Vöxt vor 2021

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Mjög flott vinna. Einar hjá Senza rýndi umsókn frá Laka Power, pússaði til og endurgerði samantektarkafla, gerði þá kristalskýra og hnífbeitta. Átti örugglega sinn þátt í að við fengum Vöxtinn núna. Ég mæli heilshugar með að nota Einar í styrkjaskrif eða ráðgjöf varðandi stefnur og áherslur."

Sigurjón Magnússon / Laki Power ehf.
"Eftirlitskerfi fyrir háspennuinnviði" - fengu Vöxt haust 2020.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Einar hjálpaði okkur hjá Code North að sækja um styrk til Rannís fyrir verkefnið okkar “Records - einstaklingsmiðuð skjalastjórnun á bálkakeðju”. Einar kom sterkur inn í verkefnið og í raun leiddi okkur í gegnum stefnumótun verkefnisins frá hugmyndastigi yfir í skýr markmið um útfærslu og sýn á markaðinn. Þegar vinnuni lauk vorum við því ekki aðeins með frábæra umsókn í höndunum heldur sáum við nákvæmlega fyrir okkur hvað við ætluðum að gera og hvernig við ætluðum að gera það. Við fengum síðan Vöxt í fyrstu atrennu þegar árangurshlutfall var einungis 7% eða 10 af 145. Það sem stendur uppúr fyrir mér var hæfileiki Einars til að draga fram kjarna verkefnins og ramma inn með skýrum og aðgengilegum hætti."

Jónas Sigurðsson / Code North ehf.
"Einstaklingsmiðuð skjalageymsla á bálkakeðju" - fengu Vöxt haust 2020.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Við hjá IMS fengum Einar til að aðstoða okkur við að skrifa Vaxtar umsókn til Tækniþróunarsjóðs. Við höfðum sótt um áður en ekki fengið. Það er óhætt að segja að þökk sé honum var okkar umsókn tekin upp á allt annað plan og fengum við næst hæstu mögulegu einkunn og 50mkr styrkinn. Við mælum 100% með Einari, mjög faglegur, þekkir þetta vel og mjög góður að ná að fanga sýn frumkvöðlanna í ritað mál."

Arnaldur Gauti Johnson / IMS ehf.
"Vélanám við flokkun sögulegra ljósmynda" - fengu Vöxt vor 2020.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Við Friðrik meðstofnandi minn mælum heilshugar með þessu námskeiði hjá Einari, það hjálpaði okkur að endurhugsa alveg okkar viðskiptanálgun og er alger lykilþáttur í því að við fengum styrk í desember 2019 og aftur í apríl 2020."

Rúnar Þórarinsson / BIRTA Gróðurhúsalausn og Samfélagsgróðurhús
Fengu Sprota haust 2019 og aftur Sprota vor 2020.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Ég fékk Einar til að hjálpa mér síðasta haust með umsókn fyrir umhverfisvænt göngustígakerfi og námskeiðið fylgdi með í pakkanum. Niðurstaðan var 50 milljón króna styrkur sem mun breyta öllu í okkar rekstri. Ég mæli eindregið bæði með námskeiðinu og ráðgjafarvinnu Einars ef þið fáið hann til að skrifa eða yfirfara umsóknina með ykkur eins og ég gerði".

Birgir Jóhannsson / Alternance slf.
"Svífandi göngustígakerfi" - fengu Vöxt haust 2019.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

"Virkilega gagnlegt námskeið fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og vita ekki alveg hvernig á að koma hugmyndunum frá sér í texta. Ég mæli tvímælalaust með þessu námskeiði. Takk fyrir mig!

Jóhanna Karlsdóttir / stofnandi Hot Yoga á Íslandi
Sat námskeið í Rannís skrifum í ágúst 2019.

Um okkur

Senza hjálpar stjórnendum fyrirtækja að ramma inn viðskiptaáætlanir, móta stefnu, búa til sölu- og fjárfestakynningar, æfa framsögu, sækja fjármögnun og skrifa styrksumsóknir.

Netskóli Senza er rekinn á vefsvæði Teachable, leiðandi fyrirtæki í utanumhaldi fyrir netskóla.

Aðalvef Senza má nálgast hér https://www.senza.is/

Fyrir allar frekari upplýsingar, ef eitthvað er óskýrt, eða ef áhugi er á því að greiða frekar í netbanka heldur en með greiðslukorti á vefnum hafið samband við Einar hjá Senza.

Einar Sigvaldason

einar hjá senza .is

s. 581 2500

Byrjaðu núna!